Rök mín fyrir því að Atli eigi mikilvægt erindi á Alþingi eru m.a. eftirfarandi:
 Atli er afar hæfileikaríkur og harðduglegur maður. Um það ber öllum saman sem honum hafa kynnst.
 Atli hefur ríka réttlætiskennd og hefur sýnt það í störfum sínum að hann er öflugur talsmaður launafólks og félagslegs jafnréttis á öllum sviðum.
 Atli vill stuðla að öflugri og fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfi og náttúru í stað gegndarlausrar stóriðjustefnu. Hann vill skapa á nýjan leik hagstæð skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu.
 Atli vill jafna aðgang að menntun sem er öflugasta tækið til að jafna kjör landsmanna.
 Atli vill eflingu sveitarfélaganna í landinu með því m.a. að ríkið tryggi þeim sanngjarnan hlut af sköttum landsmanna. �?annig verði best tryggð skilyrði til að bæta þróunarskilyrði mannlífs, atvinnulífs og byggðar um landið allt.
 Atli hefur sérstaklega sett sig vel inn í þau mál sem snerta Vestmannaeyjar og þess vegna gerir hann sér glögga grein fyrir hver helstu hagsmunamál okkar Vestmannaeyinga eru nú og á komandi árum.
Af þessum ástæðum og fjölmörgum öðrum veit ég að með því að kjósa Vinstri græn í kosningunum á laugardaginn tryggjum við þingsæti manni sem sannarlega á erindi á Alþingi, manni sem standa mun dyggan vörð um þau meginatriði sem ég hef nefnt hér að ofan ásamt fjölmörgum öðrum. Við getum treyst því að Atli Gíslason stendur vel fyrir sínu og styður okkur af fullum krafti í að gera Vestmannaeyjar að betra samfélagi til framtíðar.

Ragnar �?skarsson