Hæg hefðu verið heimatökin hjá honum að birta mynd af hugmynd að Bakkaferju með greininni en hana er að finna í skýrslu Det Norske Veritas.

Við hvöttum aðeins til að hlutirnir yrðu skoðaðir betur. Enn og aftur er hellt yfir okkur útreikningum og talnaspeki. Lífið er nefnilega þannig að það verður ekki alltaf reiknað út. Á mínum sjómannsferli komst ég nefnilega að því að það er allt í lagi á meðan allt er í lagi, síðan kemur eitthvað uppá sem ekki var reiknað með og þá skyndilega er ekki allt í lagi lengur. �?að viljum við forðast. Hvorugur okkar Sveins minnist á að bakkaferja geti oltið, heldur erum við að benda á að ferðalagið geti orðið erfitt þeim sem stjórna skipinu. Í svarta myrkri og snjóbil þarf að vanda vel til ákvarðanatöku áður en lagt er í brimgarðinn. Í siglingareglum segir svo:
6. grein.
�?rugg ferð.
Hverju skipi skal ávallt sigla með öruggri ferð svo að beita megi réttum og fullnægjandi stjórntökum til að komast megi hjá árekstri og unnt sé að stöðva skipið á hæfilegri vegalengd, sem aðstæður og ástand marka hverju sinni.

Í skýrslu Det Norske Veritas sem finna má á sigling.is er mælt með að stuðpúðar verði á varnargörðum vegna þess hve innsiglingin er þröng.
Ferð mín 25. apríl s.l. í Bakkafjöru segir mér að ferðalag í gegnum brimgarð með fólk óvant sjómennsku og börn er varhugaverð sigling.

�?að sem mér finnst einna athyglisverðast í grein Sigurður Áss er þegar hann talar um að viðmiðunargildin 3,5-4 m. séu líklega of varfærin og íhaldsssöm. Orðrétt segir hann;

�? Ferð Lóðsbátsins að Bakkafjöru, sem lýst er í greininni á vefsíðu Eyjafrétta, hefur sýnt fram á að höfn í Bakkafjöru er raunhæfari kostur en áður hefur verið talið. Frátafir verða enn minni en ætlað var. �?ví ber að fagna. �?

Stöldrum nú við, hvað er hér á ferðinni. Hefur eins og hálftíma ferð dómgreindarlausra manna á Lóðsinum upp í Bakkafjöru kollvarpað margra ára vinnu og útreikningum sérfræðinga hjá Siglingastofnun Íslands, sem að auki hefur kostað milljónatugi. �?ví ber ekki að fagna.
�?að er líka ansi skrítið að á sama tíma og Sigurður Áss er að setja þetta fram þá hefur Gísli Viggósson fyrir hönd Siglingastofnunar orðið við beiðni Bæjarstjórans í Vestmannaeyjum um að rannsaka aðstæður í Bakkafjöru með stærra skipi. Aftur er fjöruferð dómgreindarlausu mannanna farin að hafa áhrif á vinnulag Siglingastofnunar Íslands. �?ví ber að fagna.
Hættið þið félagar að blanda pólitík í þetta, samgöngur til Vestmannaeyja snúast ekki um pólitík, þær snúast um mannréttindi.
�?ví segi ég enn og aftur förum varlega, vöndum okkur, og skoðum málið betur, þá getum við öll fagnað að lokum.
Stöndum saman, vinnum saman og njótum saman.
Kveðja Guðlaugur Friðþórsson