Meðal þess sem við ræddum voru hugmyndir um að bráðatilfellum væri sinnt með þyrlum en viðbragðsstigi 2 og 3 með sérhæfðri vél frá Akureyri. �?g lýsti því á fundinum að skoðanir okkar heimamanna væru óbreyttar hvað varðar kröfuna um að hér sé öllum stundum staðsett sjúkraflugvél. Gunnar gerði slíkt hið sama fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Ábendingum var vel tekið. �?g kynnti efni þessa fundar síðan á bæjarráðsfundi 6. febrúar og bæjarráð ályktaði svo vegna málsins:

Bæjarráð ítrekar það sem áður hefur komið fram um þá ófrávíkjanlegu kröfu sveitarfélagsins, að í Vestmannaeyjum verði á öllum tímum staðsett sjúkraflugvél.

�?g ræddi fyrir stuttu við Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um þetta og hún sagði mér að þessi mál væru einfaldlega í eðlilegri faglegri endurskoðun og ekkert nema gott um það að segja enda markmiðið að auka öryggi. Enn fremur fullvissaði Siv mig um að fullt samráð yrði áfram haft við bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna sjúkraflugs í Eyjum enda sú þjónusta okkur skiljanlega afar mikilvæg. �?g ber fullt traust til Sivjar hvað þetta varðar og er sannfærður um að sjúkraflugvél verður áfram staðsett í Vestmannaeyjum hvað sem núverandi samning líður. �?á er einnig rétt að segja frá því að fundur hefur verið boðaður vegna þessara mála 22. maí næstkomandi og þá ættu línurnar að skýrast.