Á borgarafundi um samgöngumál í Höllinni á miðvikudaginn, þar sem fulltrúar allra framboðanna sex sátu fyrir svörum, spurði Hjörtur hver skoðun frambjóðendanna væri á málinu. Allir sem einn sögðu þeir að sjúkraflugvél ætti að vera staðsett í Vestmannaeyjum. Ásta �?orleifsdóttir, frá Íslandshreyfingunni sem sjálf er flugmaður, sagðist þekkja það að oft væri hægt að taka á loft þó ekki væri hægt að lenda í Eyjum. �?ví kæmi þetta ekki til greina. Bjarni Harðarson, Framsókn, sagðist hafa rætt þetta við ráðherra heilbrigðismála sem hefði sagt að ekki stæði til að breyta fyrirkomulaginu.