EyglóSamkvæmt upplýsingum hjá Karli Gauta Hjaltasyni, formanni yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, eru 30.597 á kjörskrá í kjördæminu. �?ar af eru 2984 í Vestmannaeyjum eða 9,75% af kjósendum en voru 11% fyrir fjórum árum. Á mánudag höfðu 139 kosið utan kjörfundar í Vestmanaeyjum en 200 höfðu kosið á sama tíma fyrir fjórum árum. �?ess ber að geta að fólk getur kosið hvar sem er í kjördæminu ef það afsalar sér kosningarétti í sínu sveitarfélagi og getur þá kosið annars staðar innan kjördæmisins. �?etta gildir ekki á milli kjördæma. Hins vegar er þetta talsvert tímafrekt og krefst töluverðar vinnu því kjósandi þarf að fylla út pappíra og fylgiskjöl með atkvæðaseðlinum. Veður er gott í Vestmannaeyjum og ætti ekki að hafa slæm áhrif á kjörsókn.