Hann staðfestir við blaðið að strikað hafi verið yfir nafn Árna Johnsen á milli 21% og 22% atkvæða sem greidd voru D-lista í Suðurkjördæmi. Ekki liggur endanlega fyrir hvort það hefur áhrif á stöðu hans á listanum.

Karl Gauti sagði að einnig hefði eitthvað verið strikað yfir nafn Árna M. Mathiesen en það væri mun lægra hlutfall eða undir 3%. Yfirstrikaðir og breyttir atkvæðaseðlar D-lista voru 2.236 í Suðurkjördæmi eða 24,52%. Aðrir listar voru með minna.

�?að er landskjörstjórn sem úthlutar þingsætum eftir að henni hafa borist gögn frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna. Fundur var í landskjörstjórn í gær, en engar ákvarðanir voru teknar. Reiknað er með að landskjörstjórn berist skýrslur frá yfirkjörstjórnum síðar í vikunni og að nýr fundur verði í landskjörstjórn nk. sunnudag.