�?ar sem mér sýnist Sigurður Áss hafa svipað vit á siglingu skipa við erfiðar aðstæður og ég hef á tæknilegum útreikningum við hönnun hafnarmanvirkja, ætla ég að láta það vera að svara Sigurði Áss um hugmyndir hans um siglingu fyrirhugaðrar Bakkaferju .
�?g fagna hins vegar því ef Siglingastofnun ætlar að hafa samstarf við skipstjórnarmenn og sjómenn úr Eyjum við fyrirhugaðar rannsóknir á innsiglingu að Bakkafjöruhöfn. �?g mun ekki láta mitt eftir liggja ef eftir því verður leitað, en tek fram að þetta er ekki neitt háð minni persónu, það eru margir hæfir skipstjórnarmenn og sjómenn hér í Eyjum.
�?g tel að málefnaleg umræða sé til góðs og finnst rétt að setja punktinn hér.

Sveinn Rúnar Valgeirsson.