Lögreglumaðurinn í Vík var í fríi á sunnudag þannig að hjálp barst seint frá Hvolsvelli. �?etta staðfesti lögregla í samtali við Sunnlenska. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu rann bíll mannanna til í lausamöl og valt ofan í ánna, rétt áður en þeir komu að einbreiðri brú.

Sigurður Hjálmarsson, fyrrverandi umferðaröryggisfulltrúi, sendi Vegagerðinni árið 2003 ábendinu um úrbætur á staðnum þar sem ofangreint slys varð. �?ar var bent á að setja þyrfti upp járnleiðara vel út fyrir brúna beggja vegna í stað handriða úr tré. �?Einnig þarf að setja upp merkingar sem vara vegfarendur við einbreiðri brú,�? segir í ábendingu Sigurðar sem Vegagerðin hefur ekki enn ákveðið að hrinda í framkvæmd. /eb