Kristinn og Dagný segja viðtökurnar góðar. Nú þegar sé búið að panta herbergi á gistiheimilinu og mikil þörf sé á kaffihúsi á staðnum. �?Mér heyrist ekki annað en heimamenn séu mjög ánægðir með framtakið. Margir iðnaðarmenn eru til dæmis spenntir fyrir því að geta loksins fengið sér staðgóðan hádegisverð,�? segja þau og árétta að staðurinn verði ekki ölknæpa, hann muni ávallt loka fyrir miðnætti.

Frá því hjónin fluttu á Flúðir fyrir fjórum árum hafa þau unnið jafnt og þétt að uppbyggingu gistiheimilisins, sem er undir sama þaki og heimili þeirra. �?ess á milli hefur Dagný starfað sem bókari og Kristinn verið Kristbjörgu dóttur sinni innan handar á Hótel Valhöll á �?ingvöllum.

Yfirumsjón með framkvæmdum við Gistiheimilið hefur verið í höndum Harra Kjartanssonar byggingameistara á Flúðum.