Tónlistargestir fá disk að gjöf
�?Við skipuleggjum tónleikana fyrst og fremst til að sýna fólki hvaða starfsemi á sér stað í Fiskiðjunni,�? segir Viktor Smári en hann, ásamt Fannari og Andra eru fyrstur af stórum hópi fólks, til að mæta á Fréttir í viðtal um tónleikana og starfsemina í Fiskiðjunni. �?Við viljum fá foreldra og ættingja til að sjá hvað við erum að gera,�? segir Fannar og Andri bætir því við að hugmyndir fólks um það sem fari fram í Fiskiðjunni, byggi margar hverjar á misskilningi.
�?Við erum að gera disk með hljómsveitunum í Fiskiðjunni og þeir sem borga sig inn á tónleikana fá disk að gjöf en það kostar 500 krónur inn á tónleikana,�? segir Andri og það er alveg ljós að aðgangseyri á tónleikana er stillt í hóf.
Daginn eftir tónleikana verður opið hús í Fiskiðjunni milli klukkan 15.00 og 16.00 og öllum velkomið að koma og allar hljómsveitir, sem hafa aðstöðu í Fiskiðjunni, verða á staðnum. �?�?að er kominn tími til að kynna starfið sem er í gangi,�? segir Viktor Smári og þeir félagar eru sammála um starfsemin sé mjög mikilvæg fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum.�?
Nánar er fjallað um tónleikana í Fréttum.