Ásbjörn réði sig upphaflega til orkusviðs Selfossveitna en tók við framkvæmda- og veitusviði Árborgar fyrir fimm árum. �?Með tíð og tíma hefur vægi verkefna sem krefjast orkutækniþekkingu minnkað og starfið þróast í aðra átt. Með því að skipta um starf vil ég einfaldlega einbeita kröftunum þangað sem sérþekking mín sem orkuverkfræðingur nýtist betur,�? segir hann.

Ásbjörn segir óljóst hvenær hann muni endanlega hætta og einnig sé enn á huldu hvert leiðin liggi næst. Hann hafi hinsvegar ávinning af lausum stöðum í orkugeiranum, sem að hans sögn er í mikilli uppsveiflu um þessar mundir.