Fyrirlesarar voru þeir Halldór Halldórsson, forvarnafulltrúi Alcan, Reynir Guðjónsson frá VÍS, Sigurður Jónsson frá TM, Hjörtur Kristjánsson frá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Haukur Jónsson frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, Ingimundur Valgeirsson, frá Slysavarnaskóla Landsbjargar og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá LÍ�?. Arnar Sigurmundsson stýrði svo umræðum og fyrirspurnum í lok fundarins.

Um 63% slasaðra á sjó eru undirmenn
Sveinn reið á vaðið en í máli hans kom fram að slysum á sjómönnum fer fækkandi og þá sérstaklega banaslysum. Algengustu slysin á sjó eru fallslys ýmiss konar eða rúm 25% slysa á sjó. Næstalgengust eru slys við vindur og stungur ýmiss konar koma þar skammt á eftir. Flest slysin verða um borð í fiskiskipum og flest verða þau þegar unnið er við veiðar eða 71% allra slysa á sjó. Undirmenn á þilfari eru í mestri slysahættu eða 63% þeirra sem slasast á sjó og eru þeir helst á aldrinum 34 til 50 ára, sem líklega er nærri lagi að vera meðalaldur sjómanna í dag.
Helst verða slys milli kl. tíu og ellefu árdegis, milli tvö og þrjú síðdegis og fjögur og fimm síðdegis. Helstu skýringar á þessu væru vaktaskipti sem ættu sér stað á þessu tímabili.
�?á kom fram í máli Sveins að áætluð meðalgreiðsla, vegna slysa sjómanna, var árið 2002 um níu milljónir króna en í dag væru sömu greiðslur um fimm milljónir.

Líta til álvers í forvarnastarfinu
Í máli Sigurgeirs Brynjars, í upphafi fundarins, kom fram að lykilatriði fyrir fundahöldunum hafi verið að fá Halldór Halldórsson frá Alcan en álverið hefur náð einstaklega góðum árangri í forvörnum gegn vinnuslysum.
Fyrirlestur Halldórs var forvitnilegur, sérstaklega þegar hann bar saman tölur áður en tekið var föstum tökum á forvörnum og til dagsins í dag. Í álverinu í Straumsvík er rík áhersla lögð á öryggisstjórnun og forvarnir á vinnustað. Unnið er eftir alþjóðlegum stöðlum, EHS, sem stendur fyrir umhverfi, heilsa og öryggi. Halldór sagði að fyrirtæki á bandarískum fjármálamarkaði væru í síauknum mæli að átta sig á mikilvægi þess að vinna eftir öryggisstöðlum þar sem það bæði sparaði fjármuni og byggi til betri vöru, sem aftur skapaði meiri viðskipti.
Halldór sagði að auk þess sem mikil áhersla væri lögð á öryggi hjá Alcan þá ættu sömu reglur við verktaka sem vinna fyrir fyrirtækið. �?Svo tökum við núna þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna, hjá ÍSÍ. Starfsmenn okkar, sem taka þátt í verkefninu, eru orðnir vel þekktir í Hafnarfirði því við létum alla fá hjálma og vesti svo þeir kæmust á sem öruggastan hátt til vinnu. �?etta er lítið dæmi um það hvernig unnið er að öryggi starfsmanna,�? sagði Halldór.

Umfjöllun um fundinn er í heild sinni í Fréttum.