�?Kærur fyrir að henda rusli á almannafæri hafa ekki verið algengar hingað til, en eiga vafalaust oftar við en í þessu tilviki,�? segir �?lafur Helgi í samtali við Sunnlenska og bætir við að umgengni um Selfoss sé oft slæm. �?Maður horfir stundum upp á fullorðið fólk fleygja frá sér rusli, til dæmis útúr bíl á ferð. �?g spyr fólk stundum hvort það myndi láta annað eins viðgangast í stofunni heima hjá sér.�?

Sóðinn sem lögregla hafði afskipti af við Pakkhúsið var einnig kærður fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Fyrir óhlýðnina verður hann sektaður um 20 til 30 þúsund krónur og í ofan á lag um tíu þúsund krónur fyrir ölæðið.