Allir hafa þeir mikið komið við sögu félagsins, hver með sínum hætti. Hafsteinn átti stóran þátt í endurreisn félagsins árið 1962 og var formaður þess það ár. Hann og fjölskylda hans tóku virkan þátt í störfum félagsins um árabil. Hafsteinn var einnig formaður UMFÍ í átta ár. Kristján var formaður Umf. Selfoss árin 1965-1969 og átti m.a. stóran þátt í uppgangi knattspyrnunnar á Selfossi á þeim árum. Hann hefur einnig verið ötull stuðningsmaður knattspyrnudeildarinnar árum saman. �?á var Kristján formaður HSK nokkur ár.
Tómas var gjaldkeri félagsins um tíma og hefur í gegnum árin lagt félaginu lið með margvíslegum hætti. Hann keppti fyrir Umf. Selfoss árum saman. Tómas afrekaði það á síðasta ári að taka þátt í HSK-móti í sundi kominn á eftirlaun. Auk hinna þriggja nýju heiðursfélaga hafa átta aðrir verið kjörnir heiðursfélagar félagsins. Af þeim eru tveir núlifandi þeir Kolbeinn I. Kristinsson og Hörður S. �?skarsson.