Egill Árni er söngnemandi �?lafar Kolbrúnar Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tilefni undanfarin ár. Hann sótti námskeið Kiri te Kanawa á vegum skólans sl. vetur og söng, í framhaldi af því, á tónleikum hennar í Háskólabíói. Sl. haust vann hann samkeppni tónlistarskólanna sem veitti honum tækifæri til að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir eru þáttur í útskrift Egils frá Söngskólanum, og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru m.a. aríur frá árdögum ítalskrar óperu og íslenskir tenórsöngvar eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigurð �?órðarson.