Meðal annars höfðu Eyjamenn átt skalla í stöng og tvívegis björguðu varnarmenn Reynis á línu. Gestirnir úr Sandgerði sköpuðu sér reyndar líka ágætis færi en þau voru hins vegar mun færri og um tíma var nánast einstefna að marki Reynis í síðari hálfleik. Eyjamenn gerðu svo allt hvað þeir gátu til að skora sigurmarkið í viðbótartíma, fengu tvö ágætisfæri en eins og í leiknum vildi boltinn ekki inn.

Uppskeran eftir tvo heimaleik í upphafi móts er mun rýrari en flestir áttu von á. Jafntefli gegn �?ór og Reyni Sandgerði, tveimur liðum sem spáð var neðri hluta deildarinnar setur þá kröfu á liðið að það nái í þessi fjögur stig á útivelli. Hins vegar verða Eyjamenn að líta í eigin barm. Liðið spilaði ekki af sama krafti og gestirnir nema þá aðeins í stuttan tíma og svo datt baráttan niður. Hvort um sé að kenna ofmati Eyjaliðsins á eigin getu eða vanmati á getu andstæðingsins skal ósagt látið en það er hins vegar ljóst að leikmenn ÍBV verða að hafa sig alla við til að innbyrða sinn fyrsta sigur í 1. deild. Næsti leikur ÍBV er svo á útivelli gegn Fjarðarbyggð 25. maí næstkomandi.

Lið ÍBV (4-5-1): Hrafn Davíðsson, Arnór �?lafsson, Yngvi Borgþórsson, Páll Hjarðar, �?órarinn Ingi Valdimarsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Bjarni Rúnar Einarsson (Andrew Mwesigwa 70.), Jonah D. Long (Anton Bjarnason 58.), Andri �?lafsson, Egill Jóhannsson (Stefán Hauksson 73.), Bjarni Hólm Aðalsteinsson.

�?notaðir varamenn: Kolbeinn Arnarsson (m), Pétur Runólfsson.

Mark ÍBV: Páll �?orvaldur Hjarðar (88.)