Eygló Stefánsdóttir, eiginkona Hauks, segir hann hafa sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður. �?Lærleggurinn brotnaði uppi við mjöðm og svo fór afltaug í öxlinni og hann þarf að fara í aðgerð vegna þess fljótlega. Okkur er sagt að það verði fyrr að gróa en brotið og að hann eigi eftir að ná fullum bata eftir slysið.�?

Eygló segir að 20 tímar hafi liðið þar til hann komst í aðgerð á spítalanum. �?�?að er brjálað að gera á spítalanum. Hann var kvalinn en þetta lítur allt vel út miðað við aðstæður. Sem betur fer slapp þetta betur en á horfðist. �?etta tekur auðvitað sinn tíma og mér finnst líklegt að einhver verndarhönd hafi verið yfir honum þegar slysið varð.�?