Rúða var brotin í versluninni Skýlinu v/Friðarhöfn.að morgni 19. maí sl. og náðist sá sem þar var að verki á öryggismyndavélakerfi verslunarinnar og liggur því ljóst fyrir hver lét skap sitt bitna á rúðunni.

Einn þjófnaður var tilkynntur í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á hluta trommusetts sem var í einu herbergjanna í gamla Fiskiðjuhúsinu. Var settið læst inni í einu herbergjanna og hafði verið brotist þar inn og hluta trommusettsins stolið. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um hver þarna var að verki og biður þá sem einhverjar upplýsingar hafa að hafa samband við lögreglu.