�?Við bindum miklar vonir við þetta samstarf, þetta eykur öryggi íbúanna og það er markmið okkar að veita þeim sem besta þjónustu,�? segir Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri HSu. �?�?g sé líka fyrir mér að samstarf sem þetta geti nýst annars staðar í umdæmi HSU, í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. �?ar eru öflugar björgunarsveitir.�?

Björgunarfélagið mun skipa viðbragðshóp sem mun aðstoða sjúkraflutningamenn í útköllum og manna sjúkrabíla þegar álag er mikið eða hugsanleg stóráföll verða á starfssvæði HSu.

Einnig munu sjúkraflutningamenn geta kallað björgunarsveitina sér til aðstoðar ef veður eru slæm og breytt björgunarbifreið getur fylgt sjúkrabifreiðinni í útkall.

HSu mun sjá til þess að viðbragðshópurinn fá þjálfun í notkun tækja og búnaðar HSu. Ingvar Guðmundsson, formaður BFÁ, sagði við undirritunina að stefnan væri sett á átta manna viðbragðshóp. �?Fyrsta skrefið er að mennta okkar menn og kynna þeim tæki og tól í sjúkrabílunum. Við höfum nú þegar fjóra menn í sveitinni sem eru sjúkraflutningamenn og getum því gengið inn í þetta strax.�?