Maðurinn var kærður af verslunarstjóra Bílanaust á Selfossi fyrir að reykspóla á bílastæði fyrirtækisins. Verslunarstjórinn sagðist fyrir dómi vera orðinn fullsaddur af reykspólandi ökumönnum á bílaplaninu og því ákvað hann að kæra manninn. Dómara þótti ekki hafið yfir allan vafa að ökumaðurinn hefði ekið umrætt sinn á bílaplaninu, úr því framburður vitna væri óáreiðanlegur og ökumaður kvaðst ekki muna hvort hann hefði verið á staðnum.

�?á var ökumaðurinn einnig ákærður af sýslumanni fyrir að reykspóla á bílastæði við Fjölbrautaskóla Suðurlands. �?egar lögregla hafði afskipti af honum brást hann illa við og rauk útúr lögreglubílnum en var í kjölfarið handtekinn.

�?kumaðurinn neitaði að hafa spólað viljandi, bíllinn hefði runnið. Vegna skorts á sönnunargögnum, s.s. ljósmyndum, og ósamræmis í lögregluskýrslu og framburði lögreglumanna, sýknaði dómari hann.