Lagt verður af stað frá bænum Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð kl. 20.00. Göngustjóri verður Kristinn Jónsson á Staðarbakka sem þekkir svæðið vel enda fjallkóngur Fljótshlíðinga til margra ára.

�?órólfsfell á Fljótshlíðarafrétti er móbergsstapi í 574 metra hæð og er auðvelt uppgöngu. Fjallið er skammt innan byggðar í Fljótshlíð og þar var til forna samnefndur bær undir fellinu.

Til að komast að fellinu af þjóðvegi nr. 1 er beygt inn Fljótshlíðarveg nr. 261 við Hvolsvöll. �?aðan er um 25 km akstur að Fljótsdal, sem er innsti bær í Fljótshlíð. �?ar er beygt inn á Emstruleið og ekinn stuttur spölur að �?órólfsá. Ekið er á varnargarði inn að �?órólfsárkjafti og þar er gengið yfir göngubrú yfir �?órólfsá. �?aðan er besta leiðin upp á fellið að vestanverðu. Póstkassinn verður settur við mastur sem er upp á miðju fellinu.
�?órólfsfell er kennt við �?órólf Asksson sem nam land fyrir vestan Markarfljót. Systursonur �?órólfs var �?orgeir, faðir Njáls á Bergþórshvoli.

Áhugafólk um holla hreyfingu og útivist er hvatt til að fjölmenna og taka þátt í skemmtilegri göngu á fjallið. Allir velkomnir.

HSK hefur einnig tilnefnt Langholtsfjall í Hrunamannahreppi í verkefnið í ár og sambærileg ganga á það fjall verður fimmtudaginn 7. júní nk. Sú ganga verður nánar auglýst síðar.