Alviðra fékk 500 þúsund til kaupa á kennslugögnum fyrir Alviðru og Sjálfseignarstofnunin Tryggvaskáli fékk sömu upphæð til endurbyggingar skálans. �?á fékk Sesseljuhús á Sólheimum 400 þúsund vegna sumarsýningar um endurnýtanlega orkugjafa á Íslandi. Veiðifélag Skaftártungnamanna fékk 400 þúsund til að leggja neysluvatnslögn í veiðihús, kortlagningu og fleira. �?á fékk Ferðamálafélag Flóamanna 300 þúsund til merkingar gönguleiða í Flóahreppi.
Að þessari úthlutun meðtalinni hefur Pokasjóður lagt rúmlega 700 milljónir króna til verkefna sem stuðla að almannaheill. Alls sóttu 900 aðilar um styrki úr Pokasjóði, fyrir samtals um 900 milljónir króna.