�?nnur þeirra, Hrund �?sk Árnadóttir, söng þjóðhátíðarlagið í fyrra, Ástfanginn af þér, sem er eftir Magnús Eiríksson. Hin, Sigríður Thorlacius, er ekki síður upprennandi stjarna, jafnvíg á djass, blús og dægurtónlist og er sennilega þekktust fyrir að syngja með hljómsveitinni Hjaltalín sem er ein athyglisverðasta hljómsveit landsins í dag.

Reynsluboltarnir eru í Blúskompaníinu sem stofnað var af Magnúsi Eiríkssyni og hefur starfað með hléum í yfir þrjá áratugi. Auk hans eru í Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari og Agnar Már Magnússon píanóleikari. Sérstakur heiðursgestur þeirra er Hrund �?sk er tilhlökkunarefni að fá loks tækifæri að sjá hana og heyra. Hrund �?sk hefur getið sér gott orð sem djass- og blússöngkona þrátt fyrir ungan aldur. Hún sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2005. Ekki þarf að hafa mörg orð um meðlimi Blúskompanísins, þar er valinn maður í hverju rúmi.

Kvartett Hauks Gröndals hefur það að leiðarljósi að leika djasstónlist í anda gömlu meistaranna þar sem sveiflan er í fyrirrúmi. Hafa þeir félagar hlotið lof fyrir smekklega og skemmtilega framsetningu á gömlu djasstónlistinni. Með Hauk, sem leikur á saxófón, eru Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, �?orgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Erik Qvik á trommur.

Allir eru þeir hámenntaðir í fræðunum og í hópi bestu djassleikara á Norðurlöndum. Sigríður Thorlacius er 25 ára gömul. Hún er nemandi á þriðja ári í djasssöng við Tónlistarskóla FÍH og hefur lokið sjöunda stigi. �?á hefur hún lokið fimm stigum í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur um tíma sungið með tríóinu Babar. Meðlimir þess eru allir langt komnir nemendur í FÍH. Einnig syngur hún með hljómsveitinni Hjaltalín.

Loks ber að nefna blásarakvartett sem skipaður er kennurum og nemendum Tónlistarskóla Vestmannaeyja sem ætla að leika fjórar raddir á sex hljóðfæri.�?
Tónleikarnir verða að venju á laugardags- og sunnudagskvöld og hefjast klukkan níu bæði kvöldin.