Bílvelta varð við Gjábakkaveg í morgun. Engan sakaði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en bíllinn er talsvert skemmdur. Samkvæmt upplýsingum frá Selfosslögreglu rann bíllinn til á malarvegi með fyrrgreindum afleiðingum.