Að sögn Helgu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda hafa íslenskar garðplöntur ýmsa kosti sem garðyrkjufólk sækist eftir. Plöntur ræktaðar hér á landi eru harðgerðar og vel búnar undir íslenska veðráttu. Garðyrkjubændur hafa í gegnum tíðina tekið til ræktunar fjölda tegunda og afbrigða og hafa valið úr þær plöntur sem öruggt er að hæfa íslenskum aðstæðum.

Garðyrkjufólk veit að hretin að undaförnu koma almennt ekki niður á garðagróðri, a.m.k. ekki eins og tíðin hefur verið Suðvestanlands. �?að koma nánast alltaf hret í maí og fólk bíður með að planta út viðkvæmari sumarblómum þar til farið er að hlýna (nótt +5°C) og spáin framundan er góð.
Garðeigendur eru hvattir til að leita upplýsinga hjá starfsfólki gróðurstöðva og annarra sölustaða um eiginleika íslenskra garðplantna.