SELDI J�?NI SNJ�?KEÐJUR

Magnús á Kletti, sem líka var umboðsmaður Olís, verslaði m.a. með snjókeðjur. Einhverju sinni eftir að snjó hafði kyngt niður í Eyjum, kom Jón heitinn �?orsteinsson, fulltrúi sýslumanns til hans og keypti snjókeðjur. Skúli �?ranusson, starfsmaður Magnúsar, sá síðan um að setja keðjurnar undir bíl Jóns. Nú gerði hláku skömmu síðar og kom Jón þá á Olís og bað um að keðjurnar yrðu teknar undan bílnum sínum. �?að gerði Skúli möglunarlaust. Tveim dögum síðar snjóaði aftur. Enn kom Jón og bað um að keðjurnar yrðu settar undir bílinn sinn.

SNJ�?KEÐJURNAR TEKNAR UNDAN

Daginn eftir var orðið alauttt. Kom þá dóttir Jóns og bað um að fjarlægja keðjurnar. Enn snjóaði og þegar Skúli sá að Jón var að koma eina ferðina enn til þeirra á Olís, bað hann Magnús um að tala nú við hann Jón og segja honum að þetta gengi ekki lengur. Í ljós kom að Jón var einmitt í þeim erindagjörðum að fá keðjurnar settar undir bílinn. Magnús tjáði honum að þó svo hann hafi keypt keðjurnar hjá Olís, þá væri ekki innifalið í verðinu þjónusta við að setja þær undir og taka undan. Jón brást illa við því, og sagðist álíta að sú þjónusta ætti að vera fyrir hendi og ætti að vera sjálfsögð fyrir viðskiptavini.

VIÐ SELJUM LÍKA SMOKKA

�?Heyrðu nú Jón minn�? sagði Magnús og benti upp í hillu yfir ofan afgreiðsluborðið. �?�?arna eru smokkar, sem við erum að selja líka hér hjá Olís. Finnst þér kannski að við ættum að veita sömu þjónustu með þá?�?