Fjórir voru stöðvaðir grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis og voru færðir til blóðsýnatöku.Tvær líkamsárásir voru kærðar í vikunni sem leið en um minniháttar meiðsl var að ræða í báðum tilvikum.Tvisvar var kært vegna skemmda á eignum og tveir smávægilegir brunar komu upp, þar sem tjón var ekki mikið.