Í vísitasíu sinni heimsækir biskup sérhvern söfnuð, ræðir við sóknarprest og sóknarnefndir og lítur eftir framkvæmdum og viðhaldi á hverjum stað og setur sig inn í það kirkjulega starf sem unnið er við hverja kirkju. Einnig ræðir hann við heimafólk um stöðu kirkjunnar í samfélaginu. Biskupi er í mun að fá að hitta börnin og unglingana og hvetur til að þau séu sérstaklega boðin til kirkju svo hann geti rætt við þau og blessað þau, og afhent þeim litla gjöf.
Með heimsókn sinni leitast biskup við að fá sem gleggsta yfirsýn yfir kirkjustarf það sem unnið er í Rangárþingi.