�?arna eru tunnugrill sem yrðu notuð á laugardagskvöldinu fyrir sameiginlegan kvöldverð. Hver og einn grillaði sinn mat sjálfur, sem hann kæmi með. Borðhaldið verður í uppgerðri hlöðu. �?ar er smá svið því þetta á að vera alvöru hátíð með spili og söng eins og Eyjamönnum er einum lagið. Hvetjum spilara til að taka hljóðfærin með og brandarar og annað skemmtiefni vel þegið því við ætlum að skemmta hvert öðru. Komið hefur fram tillaga um að þetta verði nefnd endurfundahátíð og yrði árlegur viðburður ef vel tekst til.

Hvetjum brottflutta og fjölskyldur þeirra til að mæta, endurnýja gömul kynni og eiga skemmtilega helgi með okkur.

Til að hafa einhverja hugmynd um fjölda væri gott að tilkynna þátttöku til Ágústs Guðmundssonar í símum 481-1716, 896-8825 og á netfangið [email protected].

Heimasíða Ferðaklúbbsins Heimakletts er: http://www.123.is/heimaklettur