Mummi, eins og hann er kallaður, er 29 ára gamall og þykir vera orðinn einn af gömlu mönnunum í jaðaríþróttunum. Hann hefur hins vegar náð mjög góðum árangri, sérstaklega í straum kajak. �?�?essi íþrótt er þannig að við förum út í straumharða á, finnum staðbundna öldu og leikum listir okkar í henni. Við fáum ákveðinn tíma til að klára æfingarnar, 45 sekúndur og það eru ekki margir sem halda út lengur því þetta er líkamlega mjög erfitt. Svo er þetta líka andlega erfitt því maður þarf að yfirstíga hræðsluþröskuld enda lítur þetta ekkert mjög vel út fyrir óvana,�? segir Mummi sem hefur síðustu tvö ár fagnað sigri í Íslandsmótinu í straum kajak.

Búa til brekku við höfnina

�?Auk þess ætlum við að reisa snjóbrettastökkpall við höfnina. Hann verður þannig að við röðum þremur gámum upp, búum til brekku niður og stökkvum út í sjó, bæði af snjóbrettum og hjólum. Fyrst verður þetta sýningaratriði hjá okkur á meðan dagskrá er í gangi á sjómannadeginum en þegar henni er lokið mega allir prófa pallinn. Svo ætla ég líka að kynna wake bording, sem er eiginlega snjóbretti á sjó og verð ég dreginn af hraðbát. Fólk getur líka fengið að prófa það á laugardaginn,�? sagði Mummi og vildi skora á sem flesta að kynna sér þessar íþróttir. �?Oft eru það unglingar sem stunda þetta og þeir hafa enga rödd í samfélaginu. Foreldrar vita jafnvel ekkert hvað börnin eru að tala um en það er mikil menning í kringum þetta, t.d. í Bandaríkjunum,�? sagði Mummi að lokum.

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum.