Áreksturinn varð milli tveggja jeppa sem báðir óku í austurátt. Samkvæmt frumrannsókn lögreglu er talið að ökumaður fremri bílsins hafi ætlað að taka u-beygju á veginum með þeim afleiðingum að sá aftari skall í hliðina á honum.

�?rennt var í fremri bílnum, par með kornabarn, og voru þau öll flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist parið mjög alvarlega en svo virðist sem unga barnið hafi sloppið ómeitt.

�?kumaðurinn í aftari bílnum var einn á ferð og svo virðist sem hann hafi sloppið að mestu ómeiddur, samkvæmt lögreglu.

Suðurlandsvegur er lokaður vegna slyssins.