Selfyssingar komust í 2-0 með mörkum Ingólfs og Guðmundar en KV minnkaði muninn fljótlega. Agnar Bragi skoraði svo þriðja markið rétt fyrir leikhlé og því var staðan 1-3 í hálfleik.
Selfyssingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en það voru þó heimamenn sem laumuðu inn öðru marki sínu og þannig enduðu leikar. Selfyssingar brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Markvörður KV varði spyrnu frá Carl Clampitt í fyrri hálfleik en Guðmundur Marteinn hirti frákastið og skoraði. Í síðari hálfleik lét Arilíus Marteinsson síðan verja frá sér víti.