Á fundinum kom ennfremur fram að stefnt sé að styrkja undirstöður háskólanáms á öllu Suðurlandi m.a. með því að hlúa enn betur að því starfi sem símenntunarmiðstöðvarnar, Fræðslunet Suðurlands, og Viska í Vestmannaeyjum, eru að sinna nú. Áætlað er að 150 milljónir króna hlutafé þurfi til að koma verkefninu á koppinn en félaginu hefur nú þegar verið tryggður um helmingur upphæðarinnar frá sveitarfélögum á Suðurlandi.
Sveinn Aðalsteinsson, ráðgjafi hjá Háskólafélagi Suðurlands og verkefnisstjóri, segir allt starf félagsins miði að því að auka búsetugæði og hagvöxt á Suðurlandi. Háskólafélagið sé mennta- og rannsóknaklasi fyrir allt Suðurland í samræmi við nýlegan Vaxtarsamning Suðurlands. Að sögn Sveins er hlutverk félagsins þríþætt:
�?Í fyrsta lagi mun félagið beita sér fyrir því að auka og styrkja starf á sviði háskólanáms og miðlun þess á Suðurlandi með því að styrkja Fræðslunetið og Visku.
Í öðru lagi að auka samstarf og samráð rannsóknastofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga á Suðurlandi. Og skapa í því skyni sóknarfæri á auknum þverfaglegum rannsóknum og miðla áhugaverðum sunnlenskum rannsóknarverkefnum til námsmanna á Suðurlandi.
Og síðast en ekki síst að styrkja starf sí- og endurmenntunnar á Suðurlandi, sem hæfir sunnlensku atvinnulífi, í samstarfi við viðurkenndar menntastofnanir eða á eigin vegum,�? segir Sveinn.
Hann segir markmiðið að hlutafé í félaginu verði a.m.k. helmingaskipt milli sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. �?Enn vantar talsvert upp á hlut fyrirtækja enda erum við nýfarin að kynna málið fyrir þeim. En miðað við viðtökur fólks og fyrirtækja við hugmyndinni, og þá til dæmis á ný afstöðunum fundi, er ég mjög bjartsýnn á að við náum settu markmiði,�? segir Sveinn.
Nánari upplýsingar á www.primordia.is.