Sláturhúsið á Hellu býður tónleikagestum upp á hressingu, nautagúllassúpu að sunnlenskum hætti Torfa framkvæmdastjóra, með brauði frá Bergi bakara í Vilberg í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Stjórnandi tónleikanna er Árni Johnsen alþingismaður. Árni segir að hugmyndin að hlöðutónleikunum hafi komið upp fyrir nokkrum árum á söngkvöldi í �?rándarholti á réttardaginn. �?Við erum vanir því að láta hugmyndirnar verða að veruleika og nú er komið að því,�? segir Árni, �?þetta er til gamans gert í sveitasælunni hjá �?rándi bónda, Arnóri syni hans og fjölskyldunum í �?rándarholti og fer vel á því að hlusta á stórsöngvarana við sérstæðar aðstæður, en það er alkunna að Gnúpverjar eru rómaðir söngmenn og kunna vel að meta góða gesti.�?