Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram svokallað samkeppnistilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. vegna fram komins skyldutilboðs Eyjamanna ehf. �?etta er, eftir því sem fréttastofa �?tvarps kemst næst, í fyrsta skipti sem slíkt tilboð er lagt fram hérlendis en það er lagt fram sem svar við fyrr fram komnu tilboði Eyjamanna. Tilboð Stillu hljóðar upp á 8,5 krónur á hlut en Eyjamanna 4,6 krónur á hlut.

Í umræðum undanfarnar vikur hefur komið fram að margir Eyjamenn óttist að ætlunin sé að kaupa Vinnslustöðina til að leysa hana upp að einhverju leyti og með því fari starfsemin að hluta eða öllu leyti frá Eyjum. �?etta hefur ekki fangist staðfest.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni í Vinnslustöðinni, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fer fyrir þeim hópi Eyjamanna sem vilja halda áfram óbreyttum rekstri í eyjum og bjóða 4,6 krónur á hlut, hann segir aðspurður að ekki sé um að ræða hvort takast muni að verjast öðrum tilboðum.

Miðað við kaupverðið 8,5 er verðmæti hlutafjár rúmir 13 miljarðar króna, segir Binni. Við það bætast liðlega 5 miljarða skuldir sem kaupandi tæki á sig. Á móti koma verðmæti aflaheimilda sem fullyrt hefur verið við fréttastofu að nemi vel á þriðja tug miljarða, jafnvel yfir 30 miljörðum. Binni vill ekki staðfesta það en segir verðmæti kvótans vera yfir 20 miljörðum. Hann segir ekki blasa við að hægt sé að finna neinn ofsagróða í yfirtöku fyrirtækisins, en samt eitthvað.

www.ruv.is greindi frá.