Sunnlenska sló á þráðinn til �?allar, sem búsett er í Danmörku. �?Mér finnst þetta alveg frábært framtak og það yljaði mér um hjartaræturnar þegar ég heyrði af þessu,�? segir �?öll, �?�?g er mikið þakklát fyrir þetta framtak Sögusetursins.

Síðustu ár hefur �?öll verið að mennta sig og stofna fjölskyldu. Hún á tvö börn með manni sínum, Aðalsteini Bjarnþórssyni, þau Emil (1998) og Elísu (2002). �?�?g varð stúdent frá Kvennó, var í þrjú ár í tónlistarskóla FÍH og lærði söng og á básúnu. Síðan flutti ég til Danmörkur í frekara tónlistarnám haustið 1996 og er nú að kenna söng, rytmik fyrir litla krakka, byrjendum á píanó og stjórna kór í tveimur tónlistarskólum,�? segir �?öll.
Hún hefur sungið mikið á Íslandi og einnig í Danmörku og á opnunarathöfninni á laugardag mun hún, sem fyrr segir, syngja ásamt Elínu �?sk �?skarsdóttur. �?�?g syng lög við ljóð eftir pabba: Lítill heimur, �?ar bláfjólur anga, Vöggukvæði og svo lagið Cheek to cheek sem við pabbi fluttum oft saman,�? segir �?öll.

Opnunarathöfnin hefst kl 14:00 með ávarpi forseta Íslands �?lafs Ragnars Grímssonar. Steinunn Jóhannesdóttir flytur ljóð eftir Friðrik Guðna. �?á munu nokkrir fyrrum nemendur þeirra koma fram og Samkór Rangæinga syngur undir stjórn Guðjóns Halldórs �?skarssonar.

Sýningin í Gallerí Ormi samanstendur af hluta nótna og bókasafns þeirra Sigríðar og Friðriks en �?öll gaf Héraðsbókasafni Rangæinga og Tónlistarskólanum safn foreldra sinna nú nýverið. �?�?að inniheldur mikið af alls konar bókum og eins það sem tónlistarskólinn fékk eru alls konar nótur. �?etta voru eitthvað um þrjátíu kassar af bókum og þrír kassar af nótum. �?etta er fjölbreytt safn og ekki hægt að setja það í einn flokk,�? segir �?öll.
Brot úr lífi Sigríðar og Friðriks Guðna er rakið á sýningunni en þau voru miklir frumkvöðlar og áttu stóran þátt í því að leggja þann trausta grunn sem tónlistarstarf í sýslunni byggir á. Sýningin stendur til 23. júní.

Á sama tíma opnar Njálusýningin sem var fyrst sett upp árið 1997 og er því 10 ára í sumar. Í tilefni af þessum áfanga hefur sýningin gengið í gegnum gagngerar endurbætur, þar sem hljóðleiðsögn er tekin upp og sagan jafnframt gerð myndrænni.