Viðurkenningar sem veittar voru á Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Jötunn heiðraði Elías Björnsson, Verðandi Sævald Pálsson, Vélstjórafélag Vestmannaeyja Arnar Sighvatsson og Sjómannadagsráð heiðraði þá Stefán Sigurjónsson og Brynjúlf Jónatansson.

Auk þess voru fjölmörg skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna.

Stórtónleikar Dúndurfrétta sem áttu að vera í kvöld í Höllinni hefur hins vegar verið frestað þar sem ekki hefur verið flugfært til Vestmannaeyja í dag.