Áverkar voru á nefi mannsins, sem blætt hafði úr. Í krufningarskýrslu er ekkert fullyrt um hvernig þeir séu til komnir. �?tla má eftir ýtarlega rannsókn lögreglu á vettvangi, sem ekki leiddi í ljós mannaferðir sem og rannsókn og fyrirspurnir í næsta nágrenni er gáfu sömu niðurstöðu að ekki sé um átök eða árás að tefla. Er það ályktun lögreglu að dauða mannsins megi rekja til innvortis blæðingar sem hafi verið mikil vegna undanfarandi áfengisneyslu og töku blóðþynningarlyfja. Meðverkandi kann að vera fall og mikil blæðing frá nefi, sem enn jók á blóðmissi af innvortis blæðingum. Niðurstaðan er sú að ekki hafi verið um undanfarandi átök eða árás að ræða heldur slys samfara innvortis blæðingu.