Sigmundur Sigurgeirsson fréttamaður R�?V segir að verið sé að stokka upp rekstur stofnunarinnar í heild, og eðlilega sé horft til allra þátta í því sambandi. Hugsanlegar breytingar kunni að verða á rekstrinum á Suðurlandi í haust. Hann segir þó ekki ljóst í hverju þær breytingar felist, en markmiðið sé að halda áfram metnaðarfullum fréttaflutningi frá Suðurlandi. Samningur við tvo af starfsmönnum R�?V á Selfossi sé að renna út og verði ekki endurnýjaður en sjálfur mun hann halda áfram störfum hjá útvarpinu til hausts.