Aðstoðarmaður yfirmanns á vellinum

�?Starfið, sem mér bauðst að taka að mér, tengist ekki beint slökkviliðinu en það voru menn úti frá flugbjörgunarsveitinni og þeir bentu á mig og vildu fá mig í þetta starf. Einn maður, sem er æðsti yfirmaðurinn á flugvellinum í Kabúl, en undir honum eru svo fjórir yfirmenn, hver með sitt starfssvið. �?g var aðstoðarmaður eins þeirra og starfsemin, sem hann stýrði, náði yfir marga þætti en umfangsmestur þeirra var umsjón með öllu eldsneyti fyrir flugvélar, vélar, tæki og allt slíkt.�?

Heiða fór út 20. febrúar, var úti í 10 vikur og kom heim aftur 4. maí. Hún gekkst undir mikla þjálfun hér heima ásamt annarri konu sem fór út rétt á eftir. Áður höfðu Íslendingar fengið þjálfum í Noregi hjá norska hernum en eins og fyrr segir fékk Heiða þjálfun hér heima. �?Við erum fyrstu konurnar frá Íslandi sem störfum þarna á vellinum en það er fullt af konum þarna úti enda hermenn frá mörgum þjóðum og konur eru þar fullgildir hermenn. �?egar ég kom út voru Tékkar yfir vellinum en Norðmenn tóku við á meðan ég var þarna. Markmiðið er að reka flugvöllinn þannig að hann virki fyrir höfuðborgina en völlurinn hefur mikið gildi bæði fyrir herinn og heimamenn.�?

Afganistan vanþróað ríki miðað við vestræn lönd

Varst þú vör við átökin í landinu? �?Kabúl er í norðurhluta landsins og en það er meira um átök í suðurhlutanum. Flugvallarsvæðið er nokkuð öruggt og verndað. Hins vegar er Afganistan vanþróað ríki miðað við vestræn lönd. Maður sér börnin leika sér í drullupollum fyrir utan flugvallarsvæðið, ólæsi er mikið og það eru karlmennirnir sem vinna úti og lítið um konur á vinnumarkaði. Ef starfsmenn flugvallarins fara út af flugvallarsvæðinu þurfa þeir að vera í skotheldum vestum með hjálma og það er farið um í bílalestum. �?egar ég kom út fyrir völlinn sá ég konur í burkum, og það leyndi sér ekki að húsnæði er lélegt og hreinlæti ábótavant. �?egar fólk kemur inn í svona samfélag verður það fyrir ákveðnu menningarsjokki og margir sögðu að það væri verra þegar komið er heim aftur,�? segir Heiða og er beðin um að útskýra þetta nánar.

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum.