Páll Lýðsson sagnfræðingur sagði meðal annars á aðalfundinum að eftir Helga lægi veglegt safn sagnaþátta. �?ar á meðal hundrað ára saga Rjómabúsins á Baugstöðum, fjöldi greina í Árnesingi, málgagni Sögufélagsins, og síðast en ekki síst sunnlenskir sagnaþættir sem birst hafa í Sagnabroti Helga á síðum Sunnlenska fréttablaðsins.

�?á afhenti formaður Sögufélagsins, �?orsteinn Tryggvi Másson, Helga afrit af síðu úr Íslendingabók Ara Fróða.