Aðalatriðið á dagskrá Sumars á Selfossi er morgunmatur sem öllum bæjarbúum og gestum er boðið í. Morgunmaturinn verður nú í bílakjallara Nóatúns og hefst klukkan níu á laugardagsmorgninum.

�?Að loknum morgunmat verður áframhaldandi skemmtun frameftir degi. Miðpunkturinn eftir hádegi verður við Vallaskóla þar sem stórsýningin Árborg 2007 fer fram, Bylgjulestin verður á svæðinu, leiktæki fyrir börnin og fleiri skemmtilegar uppákomur,�? segir Margeir Steingrímsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar.