Eins og öðrum fjölskyldugöngum HSK var farið með póstkassa og gestabók upp á topp fjallsins og er póstkassinn staðsettur við mastur sem er upp á miðju fellinu.
Í haust verður farið og náð í gestabókina og fá heppnir göngugarpar, sem verða dregnir út, óvæntan glaðning frá HSK og UMFÍ.

Eins og undanfarin ár tók Guðni Guðmundsson á �?verlæk í Holtum þátt í göngunni og hann var að sjálfsögðu með vísur í farteskinu og ritaði þær í gestabókina.

Hér eru vísur Guðna um �?órólfsfellsgönguna:
Mér er fjarri að fara hratt
eða fjöll að klífa um nætur.
�?órólfsfellið þæfingsbratt
þreytir mína gömlu fætur.

Ekki þýðir að fást um slíkt
ætið þörf að fara á stjá.
�?tsýnið hér er engu líkt
yfir fjöll og jökla þrjá.

Golan leikur létt um kinn
lýjandi fjalla sprettir.
�?rautin leyst í þetta sinn
það er mikill léttir.