Í greinargerð segir að frá því að aflareglan var tekinn upp 1995 hefur veiðin verið nær 30% en 25% samkvæmt aflareglunni. �?Auðvitað bera stjórnvöld, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Hafrannsóknarstofnun ábyrgð á að veiðistofninn er nú metinn í sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins aðeins um helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur, samkvæmt skýrslu Hafrannsóknarstofnunar.
Varað er stórlega við einhliða niðurskurði á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár eins og tillögur Hafrannsóknarstofnunar hljóða upp á.
Skipstjórnarmenn í Vestmannaeyjum benda á að álit Hafrannsóknarstofnunar á stærð þorskstofnsins um þessar mundir er ekki í nokkru samræmi við upplifun skipstjórnarmanna á miðunum.