Mikilvægt er að hafa meiri fjölbreytni í hæð bygginga á svæðinu í
stað 5 hæða samfellu. Fjölbreytileiki í húsagerð er engin.

Í bæjargarðinum þarf að taka mið af aðliggjandi byggð og hafa hús
að hámarki 2 hæðir.

Gríðarlegt byggingarmagn er áformað í miðbænum sem er óásættanlegt.

Í öllum störfum vinnuhóps um miðbæjarskipulag var ekki verið að
vinna með hagsmuni íbúana að leiðarljósi, heldur snérist vinnan um að uppfylla samning við Miðjuna ehf og miðbærinn sniðinn að kröfu Miðjunnar um hátt byggingarmagn.

Uppkaup bæjarsjóðs á eignum til niðurrifs auk kaupa á
veitingarekstri í þessu samhengi vekja furðu.