Með sigrinum fer ÍBV upp í fimmta sæti með sex stig eftir fjóra leiki en efst er Grindavík með 13 stig eftir fimm leiki.

Baráttuleikur

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var að vonum ánægður með að fyrsti sigurinn væri að baki. �?�?etta var baráttuleikur og ekki góður fótbolti en mikil barátta. Leikurinn var færður yfir á gervigrasið sem við vorum auðvitað ekki sáttir við þar sem við æfum aldrei á gervigrasi. Við byrjuðum svo mjög vel, Bjarni Rúnar skoraði úr mjög þröngu færi utan af kanti með hnitmiðuðu skoti strax í byrjun sem var mjög vel gert hjá honum en eftir það jafnaðist leikurinn. Eftir það var jafnræði og lítið um gott spil, því miður því bæði lið geta spilað betur en þau gerðu í kvöl. Leiknisliðið er mjög gott og við getum þakkað Hrafni fyrir að þeir skoruðu ekki en hann varði tvívegis meistaralega og bjargaði okkur algjörlega. En svona verður þetta væntanlega í sumar, barningsleikir þar sem hlutirnir geta fallið á hvora vegu sem er.�?

Fyrsti útisigur ÍBV síðan sumarið 2004

Atli Heimisson, sem gekk í raðir ÍBV frá Aftureldingu spilaði sinn fyrsta leik með ÍBV, var í byrjunarliðinu en var skipt út af þegar tíu mínútur voru eftir. Heimir var ánægður með byrjunina hjá Atla. �?�?að tekur hann auðvitað einhvern tíma að komast inn í leik ÍBV liðsins og aðlagast okkar spilamennsku. Hann þarf smá tíma en hann var engu að síður mjög frískur og ég var ánægður með þessa byrjun hjá honum. Hann er enn að kynnast okkur þannig að þetta lofar góðu.�?

Næsti leikur ÍBV er svo á mánudaginn þegar ÍBV tekur á móti Aftureldingu í 3. umferð Visa bikarkeppninnar.

Staðan í 1. deild:

1. Grindavík 5 4 1 0 11:3 13
2. �?ór 5 3 1 1 10:5 10
3. Fjarðabyggð 4 3 1 0 4:0 10
4. �?róttur 4 2 1 1 5:4 7
5. ÍBV 4 1 3 0 4:2 6
6. Stjarnan 4 1 2 1 8:5 5
7. KA 4 1 2 1 2:7 5
8. Fjölnir 4 1 1 2 7:5 4
9. Reynir S. 4 1 1 2 5:11 4
10. Njarðvík 5 0 3 2 6:8 3
11. Leiknir R. 4 0 1 3 3:8 1
12. Víkingur �?. 5 0 1 4 1:8 1