Flugfélagið skilaði inn tveimur tilboðum sem miðuðust við mismunandi forsendur en samningstíminn eru 2 ár og tveir mánuðir til viðbótar. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á tæpar 220 milljónir en tilboð tvö upp á tæpar 184 milljónir og mun Flugfélag Íslands því væntanlega halda áfram áætlunarflugi á flugleiðinni.

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði annars vegar upp á tæpar 171 milljón króna og hins vegar rúmar 159 milljónir.

Tilboð FÍ:
T1 kr. 219.791.968
T2 kr. 183.999.256

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar:
T1 kr. 170.882.375
T2 kr. 159.191.556.