�?Fyrir Vöruvalsmótið 2005 var ákveðið að breyta mótinu og gera það að eins flokks móti og gefa þessari tilraun þrjú ár. Auðvitað hefðum við viljað sjá fleiri stelpur í ár, en félögin eru færri, voru tólf í fyrra en eru níu nú.
Iðkendur og forráðamenn þeirra félaga sem voru í fyrra en eru ekki núna fóru héðan alsælir með mótið og þess vegna eru það vonbrigði að sjá þá ekki aftur. �?að sem maður heyrir er að þjálfarar vilji eindregið koma til Eyja. �?eir sjá að þátttaka eflir liðsheildina en foreldrum finnst ferðalagið of langt. Við erum að einhverju leyti að bregðast við þessu með því að klára Vöruvalsmótið á laugardaginn því þá verða allir komnir heim fyrir 17. júní hátíðahöldin,�? sagði Kristján og bætti því við að ÍBV vildi gera allt til þess að halda mótinu úti áfram.
�?Undanfarið höfum við þurft að leggja niður meistaraflokk kvenna í knattspyrnu og handbolta og kvennaíþróttir hér mega bara ekki við frekari áföllum. �?etta mót er ekki síst fyrir stelpurnar hérna í Vestmannaeyjum.�?
Dagskrá mótsins er hins vegar afar glæsileg og Kristján segir mikinn hug hjá ÍBV að gera mótið sem glæsilegast. �?Við verðum með glæsilega setningu í Íþróttamiðstöðinni á fimmtudagskvöldið þar sem hin margfræga �?dolkeppni fer fram. Sjálfur Jógvan, sigurvegari Xfactorkeppninnar, kemur fram og syngur nokkur lög auk þess að dæma í �?dolkeppninni. �?llum er boðið á setninguna til að berja goðið augum.
Á föstudagskvöldið verður sundlaugardiskó þar sem er alltaf mikið fjör og síðar sama kvöld verður fararstjórasigling með PH Viking. Lokahófið er svo alltaf upplifun en það fer fram í Höllinni þar sem mótsgestir munu snæða mat og fá verðlaun.�?
Kristján sagði að ómögulegt væri að áætla fjölda sjálfboðaliða en þeir væru nauðsynlegir fyrir félagið. �?Án þeirra værum við illa settir en það er ótrúlegur fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja hönd á plóg, við vaktir í skólunum, dómgæslu, að útbúa mat og hvað eina. Svo erum við búin að leggja inn gott orð hjá veðurguðunum og vonandi að þeir verði okkur hliðhollir,�? sagði Kristján að lokum.