Ef litið er á hlutfallslega skerðingu nemur hún allt að 4,7% af úthlutuðum afla hjá yfir helmingi fyrirtækjanna, en þau fyrirtæki sem verða fyrir mestri skerðingu eru þau fyrirtæki sem aðallega eru með aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Að meðaltali verður hvert fyrirtæki fyrir um 2,5% skerðingu vegna þessarar úthlutunar.

�?au 10 fyrirtæki sem eru með mesta skerðingu í magni eru HB Grandi hf, Brim hf, Samherji hf, �?orbjörn hf, Vísir hf, FISK-Seafood hf, Rammi hf, Vinnslustöðin h f, Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf og Skinney-�?inganes hf. Skerðing hjá síðastnefnda fyrirtækinu er tæplega 277 þorskígildistonn, en af HB Granda hf. eru tekin 815 þorskígildistonn.