Fagleg framtíðarsýn er ekki til
Nanna segir merk tímamót í sögu safna í Vestmannaeyjum verða á árinu og telur víst að þeirra verði minnst með eftirminnilegum hætti. �?Bókasafn Vestmannaeyja verður 145 ára í júní en það var stofnað 1862 og Byggðasafn Vestmannaeyja verður 75 ára. Á þessum merku tímamótum var yfirmannsstaða Safnahúss lögð niður frá 1. maí 2007 og þar með er starfsvettvangi mínum lokið en ég á rétt á biðlaunum í eitt ár.�?

Kom það þér á óvart að staðan skyldi verða lögð niður?
�?Samkvæmt faglegri úttekt á stöðu starfsmannamála Safnahúss í vetur var yfirmaður ekki meintur orsakavaldur í því ferli sem á undan var gengið. �?ess vegna kom þessi ákvörðun mér á óvart því yfirstjórn sveitarfélagsins hafði ekki lagt fyrir neina faglega framtíðarsýn fyrir Safnahús þar sem breytinga var að vænta. �?etta er ekki gert í takt við stefnu sem hefur verið kynnt opinberlega enda er þessi faglega framtíðarsýn ekki til.
Sveitarfélagið hefur ekki markað sér stefnu í safna- og menningarstarfsemi. �?að þarf að gera áður en farið er í svona aðgerðir.
Oftar en ekki eru gerðar áætlanir til næstu 10 ára og það hefur til dæmis verið gert á Höfn í Hornafirði með góðum árangri. �?etta hjálpar öllum í menningar- og safnastarfi til að ramma inn starfsemina og þá eru allir meðvitaðir hvaða leiðir á að fara í framtíðinni. �?að er stundum verið að benda á að það sé hægt að sækja um styrki í menningarstarfsemi og það er alveg rétt. Menn verða engu að síður að vera með vel skilgreind markmið til að það hægt sé að sækja um og fá styrki.�?

Mæta oft skilningsleysi yfirvalda
Nanna segir stjórnkerfið ekki virka nægilega vel og marga þröskulda í veginum þegar einhverju þarf að koma í verk og oft mæti yfirmenn stofnana skilningsleysi yfirvalda. �?Gott dæmi um þetta er þegar nýir pólitíkusar koma að bæjarmálum. Ágætt fólk sem vill vel en leitar ekki nægilega upplýsinga hjá fagfólki og gerir sér ekki grein fyrir þeirri þekkingu sem er til staðar hjá sveitarfélaginu. Mér finnst stundum eins og þetta fólk sé að reyna að finna upp hjólið. Ef það kynnti sér betur það sem er að gerast á hverju sviði fyrir sig gerði það sér betur grein fyrir hvar má bæta ofan á og gera betur.�?
Nanna bendir á að þrír meirihlutar hafi verið myndaðir á einu kjörtímabili. �?á sé stundum erfitt að fá í gegn jafn einfalda hluti eins og merkingar á húsnæði þar sem þjónusta fer fram. �?�?g hef farið fram á það í áraraðir að Safnahúsið verði merkt sérstaklega. �?að er nauðsynlegt að hafa húsið merkt, það er að segja ef við viljum að ferðamenn og aðrir gestir finni húsið. Sama er uppi á teningnum með Tyrkjaránssýninguna, húsnæðið er ekki merkt þar sem sýningin er og oftar en ekki hef ég hitt fólk sem finnur ekki sýningarsalinn sem það vill heimsækja.

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum á morgun.